Mynd úr safni. Mynd: Rúv

Fjöldi fólksbíla í landinu stendur í stað milli ára
23.02.2021 - 08:59
Innlent · Bílar · FÍB · Hagstofa Íslands · hópferðabílar · Rafbílar · Samgöngustofa · Tölfræði · umferð · Neytendamál · Samgöngumál
Um 750 fólksbílar eru á hverja þúsund íbúa á Íslandi en þeir eru voru 269.615 talsins í lok árs 2020. Fjöldi þeirra stóð nánast í stað milli ára. Meðalfólksbíl er ekið rúmlega 12 þúsund kílómetra á ári.
Þetta kemur fram á vef FÍB og byggir á tölum frá Hagstofu Íslands og Samgöngustofu. Alls voru 329 þúsund ökutæki í landinu um áramótin, hópbifreiðum fækkaði um 89 en vélhjólum fjölgaði um 605.
Enn eru flestir fólksbílar bensínknúnir eða alls 156.335 í lok árs og dísilbílar eru 88.209. Bensín og raftengilbílar voru alls 9.658, bílar knúðir bensíni og rafmagni voru 6.597 og hreinir rafmagnsbílar 6.271.