Nýsjálendingar minnast þess í dag að 10 ár eru liðin frá því að jarðskjálfti varð 185 manns að fjörtjóni í borginni Christchurch og nágrenni. Efnt var til minningarathafnar í miðborg Christchurch, þar sem fólk safnaðist saman við minnismerki um fórnarlömb skjálftans. Klukkan 12.51 hófst einnar mínútu þögn í minningu þeirra sem fórust í skjálftanum, sem reið yfir klukkan 12.51 hinn 22. febrúar 2011.