Kraftaverkalyf þarfnast frekari rannsókna

22.02.2021 - 09:54
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tilraunalyfið EXO-CD 24 sem læknar í Ísrael hafa rannsakað og sagt að hjálpi COVID sjúklingum lofar góðu að mati Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landsspítalans.

Frekari rannsóknir leiði í ljós hversu vel lyfið nýtist.   Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur lýst lyfinu sem kraftaverkalyfi fyrir þá sem veikjast af COVID-19. 

„Það má segja að þetta sé enn eitt lyfið sem við erum að binda vonir til að geti hjálpað fólki sem er búið að fá COVID sjúkdóminn, .  Þetta er fyrst og fremst ætlað þá fyrir þá, þann minnihluta einstaklinga sem fá þessa lang alvarlegustu form af sjúkdómnum, og virðist, þó að þetta séu fáir einstaklingar sem er búið að segja frá, þeir segja 29 af 30 hafi svarað meðferðinni, en það eru fasar 2 og 3 rannsóknir í gangi þar sem við fáum aðeins meiri vitneskju um raunverulega virkni lyfsins og svo hitt, sem eru raunverulegar aukaverkanir,“ segir Björn Rúnar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 

Rannsóknir standa yfir á mörgum veirulyfjum sem geta gagnast sjúklingum sem fá COVID-19. Slíkar rannsóknir taka langan tíma og segir Björn að það geti tekið mánuði, og jafnvel ár þar til þau koma á almennan markað.