Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Kennsla hafin í Þýskalandi á ný

22.02.2021 - 13:35
Pupils go to school in Frankfurt, Germany, Tuesday, Feb. 16, 2021. To lower the number of Corona cases, some pupils have to do home schooling or go only part time to school. (AP Photo/Michael Probst)
 Mynd: AP
Kennsla hófst að nýju í dag eftir tveggja mánaða hlé í tíu af sextán sambandsríkjum Þýskalands. Ýmsar sóttvarnaráðstafanir eru í gildi, svo sem að einungis helmingur barna og unglinga fær að vera í kennslustofunum í einu, skylda er að vera með hlífðargrímur innan dyra og gætt er að því að stofurnar séu vel loftræstar.

Landssamtök kennara í Þýskalandi hafa óskað eftir því að kennarar verði færðir framar í röðinni þegar kemur að bólusetningu við kórónuveirunni. Veirusmitum fer fjölgandi í landinu þessa dagana. Þau voru hátt í sjö þúsund og sjö hundruð í gær, tæplega sextán hundruðum fleiri en fyrir viku. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV