Hálf milljón manna dáin úr COVID-19 í Bandaríkjunum

22.02.2021 - 03:03
FILE - In this Nov. 19, 2020, file photo, Dr. Rafik Abdou checks on a COVID-19 patient at Providence Holy Cross Medical Center in the Mission Hills section of Los Angeles. The raging coronavirus pandemic has prompted Los Angeles County to impose a lockdown to prevent the caseload from spiraling into a hospital crisis but the order stops short of a full business shutdown that could cripple the holiday sale season. (AP Photo/Jae C. Hong, File)
 Mynd: AP
Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur nú kostað hálfa milljón Bandaríkjamanna lífið, samkvæmt gögnum tölfræðivefsins Worldometer. Eilitlu færri, eða rétt tæplega 499.000 hafa látist úr COVID-19 samkvæmt gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland, sem einnig heldur úti vef um tölfræði heimsfaraldursins.

Hvergi hafa jafn margir dáið úr COVID-19 og í Bandaríkjunum og þar hafa líka fleiri greinst með sjúkdóminn en nokkurs staðar annars staðar svo staðfest sé, eða ríflega 28 milljónir manna. Sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Anthony Fauci, segir yfirstandandi farsótt mestu og verstu heilbrigðisvá sem dunið hafi yfir Bandaríkin frá því að spænska veikin geisaði þar árið 1918.

Gríman ekkert á útleið

Fauci segir að vel geti farið svo að Bandaríkjamenn þurfi að bera andlitsgrímur fram á næsta ár til að hamla útbreiðslu COVID-19. Hann segir að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum eftir því sem fbólusetningu vindur fram.

Tvöfalt fleiri hafa dáið úr COVID-19 í Bandaríkjunum en á Indlandi, sem er í öðru sæti hins dapurlega lista yfir fjölda dauðsfalla. Þá er fjöldi staðfestra smita hátt í þrefalt meiri í Bandaríkjunum en löndunum tveimur sem á eftir koma; Brasilíu og Indlandi. Þó er þess að gæta að skimun hefur verið mun víðtækari og markvissari í Bandaríkjunum en hinum löndunum tveimur.