Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Hægri og vinstri bítast um forsetaembættið í Ekvador

22.02.2021 - 06:33
epa09027004 Indigenous environmentalist Yaku Perez (C) leads a march in Riobamba, Ecuador, 20 February 2021. The indigenous environmentalist Yaku Perez insisted on his complaint of an alleged fraud in the presidential elections in Ecuador, in which he claims to have won a position to contest the ballot with the correista presidential candidate Andres Arauz.  EPA-EFE/Jose Jacome
Yaku Perez, frambjóðandi frumbyggja, hefur kært niðurstöðu kjörstjórnar og krefst endurtalningar í 17 af 24 héruðum landsins. Hann er sannfærður um að brögð séu í tafli. Mynd: EPA-EFE - EFE
Það verða vinstrimaðurinn og hagfræðingurinn Andrez Arauz og hægrimaðurinn og bankastjórinn Guillermo Lasso sem mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Ekvador í apríl. Þetta er lokaniðurstaða landskjörstjórnar eftir endurtalningu atkvæða úr fjölda kjördæma í fyrri umferðinni, sem fram fór 27. desember síðastliðinn.

Lítill munur á frambjóðendum 2. og 3. sæti

Arauz fékk 32,72 þá prósent atkvæða og er óumdeildur sigurvegari fyrri umferðarinnar. Það gekk öllu hægar að skera úr um það, hvor skyldi mæta honum í seinni umferðinni, frjálshyggjumaðurinn Lasso eða frambjóðandi regnhlífarsamtaka frumbyggja, Yaku Perez. Og það liggur í raun ekki endanlega fyrir enn, því Perez hyggst áfrýja niðurstöðu landskjörstjórnar, sem var sú að hann hefði fengið 19,39 prósent atkvæða en Lasso 19,74 prósent.

Perez segir brögð í tafli

Lasso var með örlítið forskot í útgönguspám, en Perez var kominn fram úr honum þegar búið var að telja rúm 98 prósent atkvæða. Landskjörstjórn ákvað þá að endurelja skyldi atkvæði frá minnst 14 kjördæmum.

Því mótmælti Perez og sakaði landskjörstjórnina og aðra valdhafa um kosningasvik, sem miðuðu að því að koma í veg fyrir að frumbyggi kæmist í seinni umferð forsetakosninganna. Það er nokkuð sem aldrei hefur gerst í sögu Ekvadors.

Er árangur Perezar - líka sá árangur sem kjörstjórn hefur gefið út - sá besti sem frambjóðandi frumbyggja hefur náð í forsetakosningum í landinu. Perez hefur nú kært niðurstöðu kjörstjórnar og farið fram á endurtalningu í 17 af 24 héruðum landsins.

Seinni umferð kosninganna á að fara fram 11. apríl.