Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hægir vestanvindar leika um landið í dag

22.02.2021 - 06:34
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Fremur hægir vestanvindar leika um landið í dag með snjókomu sums staðar norðvestan ti. Annars er búist við lítilsháttar slyddu eða rigningu en smám saman léttir til á Suðausturlandi.

Veðurstofan spáir því að á morgun gangi í allhvassa norðaustanátt á morgun, jafnvel að hvassviðri verðii undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum, en yfirleitt hægara á Norðausturlandi.

Spáð er rigningu eða slyddu með köflum sunnan og austan til, en annars verður þurrt að kalla. Víða frostlaust að deginum, en sums staðar vægt frost fyrir norðan.

Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðlægri átt og dálítlum éljum fyrir norðan, en bjartviðri er spáð syðra og heldur svalara veðri.

Vetrarfærð er á norðanverðu landinu, snjóþekja á vegum á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi en víðast greiðfært á sunnanverðu landinu. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV