RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Gera íslensku gjaldgenga í stafrænum heimi

Mynd: RÚV / RÚV
Íslenskan stendur frammi fyrir ótal mörgum áskorunum á tímum stafrænna samskipta og snjalltækja. Að undanförnu hafa ný snjallforrit og verkefni litið dagsins ljós með það markmið að gera íslensku gjaldgenga í hinum stafræna heimi. 

Á meðal þeirra verkefna má nefna talgervilsappið Emblu, Almannaróm og Brodda. RÚV hefur tekið þátt í þjónustu fyrir þau tvö síðarnefndu. 

Með Brodda geta notendur hlustað á og vafrað um fréttir og fréttatengda þætti frá RÚV með raddskipunum á íslensku. Broddi skilur nefnilega nokkrar einfaldar íslenskar setningar sem má nota til að tala við forritið. 

Allar nánari upplýsingar um Brodda má nálgast hér.

Mynd: RÚV / RÚV
22.02.2021 kl.14:32
vefritstjorn's picture
Vefritstjórn
Birt undir: Í umræðunni, Okkar RÚV