Á meðal þeirra verkefna má nefna talgervilsappið Emblu, Almannaróm og Brodda. RÚV hefur tekið þátt í þjónustu fyrir þau tvö síðarnefndu.
Með Brodda geta notendur hlustað á og vafrað um fréttir og fréttatengda þætti frá RÚV með raddskipunum á íslensku. Broddi skilur nefnilega nokkrar einfaldar íslenskar setningar sem má nota til að tala við forritið.
Allar nánari upplýsingar um Brodda má nálgast hér.