Eiginkona El Chapo handtekin í Washington

22.02.2021 - 23:59
Emma Coronel Aispuro (C) arrives for the sentencing in the trial of her husband Joaquin 'El Chapo' Guzman at United States Federal Court in Brooklyn, in New York, New York, USA, 17 July 2019. Guzman was found guilty on multiple charges of money laundering, directing murders and kidnappings while he allegedly ran a drug cartel.
 Mynd: PETER FOLEY - EPA
Bandarísk yfirvöld handtóku í dag Emmu Coronel Aispuro, eiginkonu mexíkóska fíkniefnabarónsins Joaquin El Chapo Guzman, fyrrum foringja glæpasamtakanna Sinaloa, sem situr nú inni fyrir lífstíð fyrir fíkniefnasmygl og peningaþvætti.

AFP fréttastofan greinir frá því að Aispuro hafi verið handtekin á Dulles flugvellinum í Washington vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli á kóaíni, metamfetamíni, heróíni og marijuana til Bandaríkjanna.

Hún á einnig að hafa tvívegis hjálpað El Chapo að flýja úr mexíkóskum fangelsum. En fyrri flóttatilraun hans árið 2015 heppnaðist.  

Aispuro sem er 31 árs og rúmum 30 árum yngri en Guzman var viðstödd réttarhöldin yfir honum 2019 sem stóðu yfir í um þrjá mánuði þegar hann hlaut lífstíðardóm. Aispuro hélt alltaf fram sakleysi sínu. Aispuro var ekki eftirlýst og var ekki vitað til þess að bandarísk yfirvöld ætluðu sér að handtaka hana.  Guzman situr nú inni í Florence-fangelsinu í Colarado sem hefur stundum verið kallað „Alcatraz klettanna“. Það er fangelsi ætlað glæpamönnum sem eru taldir ógn við þjóðaröryggi líkt og Theodore Kaczynski, sem gengur undir nafninu Unabomber, og Terry Nichols sem var sakfelldur fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í Oklahoma.