Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Sýndarveruleikaréttarsalur prófaður

21.02.2021 - 21:49
Ungar konur úr tölvunarfræðideild og sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hafa þróað í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra sýndarveruleikadómssal. Hann mun nýtast fórnarlömbum kynferðisbrotamála þar sem þau geta æft sig í að svara spruningum og mæta geranda, lögmönnum og dómurum.

Dómsalurinn er nákvæm eftirmynd af dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Rannsóknir hafa sýnt að þolendur eiga oft erfitt með að koma í réttarsal. Það veldur streitu og kvíða.

Rannveig Sigmundsdóttir, lektor í sálfræði við HR segir rannsóknir einnig sýna að mikil streita hafi neikvæð áhrif á minni.

„Þannig að ef að fólk er í miklu uppnámi þá á það erfiðara með að segja frá því sem hefur gerst og svara spurningum. “

Nú þarf að prufukeyra búnaðinn og óskað er eftir sjálfboðaliðum. Hægt er að nálgast verkefnið hér.

„Við erum að leita að fólki sem er orðið 18 ára og eldra og hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi sjálft. Við vitum ekki betur en að þetta sé fyrsta rannsóknin í heiminum á þessu sviði þannig að við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta reynist. Í framtíðinni væri alveg hægt að hugsa sér þetta fyrir annars konar aðstæður og annars konar hópa og svo framvegis.“

Hafdís Sæland er tölvunarfræðingur en verkefnið er upprunalega lokaverkefni hennar og tveggja annara úr BS námi í tölvunarfræði við HR.

„Við fórum miður í Hérðsdóm og tókum myndir af borðunum og stólunum til að fá réttu áferðina, réttu litina og við tókum upp  umhverfishljóð. Þannig að við gerðum mj0g  mikla rannsóknarvinnu. Þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni segja sýndarveruleikann mjög raunverulegan og þeir mæla með þessu fyrir aðra og þeir hefðu sjálfir viljað prófa svona áður en þeir fóru í réttarsal ef að þeir hefðu getað það þá. “

„Eftir að við útskrifuðumst þá ákváðum við að við gætum ekki bara sett þetta ofan í skúffu því þetta er svo mikilvægt þannig að við stofnuðum fyrirtæki sem heitir Statum og halda áfram að þróa dómssal í sýndarveruleika og þróa hann áfram.“
 

 

Mariash's picture
María Sigrún Hilmarsdóttir
Fréttastofa RÚV