Sex mexíkóskir hermenn fórust þegar flugvél þeirra fórst skömmu eftir flugtak í austanverðu Mexíkó í dag. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að þotan, LearJet 45, hafi farist laust fyrir klukkan sextán að íslenskum tíma, skömmu eftir að hún tók á loft frá Emiliano Zapato-flugvellinum í Veracruz-ríki. Slysarannsóknadeild ráðuneytisins mun aðstoða her og flugher við rannsóknina á slysinu, segir í tilkynningunni.