„Þetta snýst um einhverskonar hópefli gegn einstaklingum, oft frægum einstaklingum. Þetta byrjar af einhverju afli í rauninni bara fyrir tíu árum síðan. Og þannig séð eru rannsóknir á þessu fyrirbæri skammt á veg komnar. Þær eru að hlaðast upp en hugtakið sem slíkt er ennþá mjög mikið á reiki,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen doktor og aðjúnkt í félagsfræði.
Hann segir þetta vera að aukast, bæði hér heima og erlendis. „Tilfinningin er tvö, þrjú ár þar sem þetta er svona alltaf að aukast að einhverju leyti. Án þess að ég nefni þau þá erum við með fleiri og fleiri dæmi þar sem það er lokað fyrir einhverja þætti, fólki er sagt upp, það koma harðorðar yfirlýsingar, það koma afsökunarbeiðnir. Þetta er eitthvað sem maður sá ekki fyrir 10, 15 árum síðan.“