Heitir því að bólusetja alla fullorðna fyrir lok júlí

21.02.2021 - 03:11
epa09024614 A handout photo made available by the Munich Security Conference (MSC) shows British Prime Minister Boris Johnson (on screen) speaking during the Munich Security Conference 2021 Special Edition, in Munich, Bavaria, Germany, 19 February 2021. Some international decision-makers discuss on international security policy in a live broadcast during the MSC Special Edition. Due to the pandemic, the 57th Munich Security Conference is postponed at a later date in 2021.  EPA-EFE/MUELLER / MSC / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - MUNICH SECURITY CONFERENCE
Allir fullorðnir Bretar fá boð um að mæta í fyrri hluta bólusetningar við COVID-19 fyrir lok júlí. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, heitir þessu. Hann heldur fund í dag með ráðgjöfum sínum þar sem talið er að leiðin að afléttingu takmarkana verði mörkuð, áður en sjálf áætlunin verður kláruð á morgun, mánudag, að sögn BBC.

Samkvæmt nýrri bólusetningaráætlun breskra stjórnvalda er reiknað með því að allir yfir 50 ára aldri og yngra fólk í áhættuhópum verði boðið í bólusetningu fyrir 15. apríl.

Yfir 17 milljónir hafa þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis í Bretlandi, og nærri 600 þúsund hafa fengið báða skammtana. 

Tilfellum hefur fækkað jafnt og þétt í Bretlandi undanfarið. Alls hafa rúmlega 4,1 milljón manna greinst með COVID-19, þar af greindust yfir tíu þúsund jákvæðir í gær. Fleiri en 120 þúsund eru látnir af völdum sjúkdómsins í landinu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV