Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Djokovic vann Opna ástralska í níunda sinn

epa09027370 Novak Djokovic of Serbia reacts during his Men's singles finals match against Daniil Medvedev of Russia on Day 14 of the Australian Open Grand Slam tennis tournament at Melbourne Park in Melbourne, Australia, 21 February 2021.  EPA-EFE/DEAN LEWINS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP

Djokovic vann Opna ástralska í níunda sinn

21.02.2021 - 10:49
Serbinn Novak Djokovic sigraði í morgun á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í níunda sinn. Hann fór létt með Daniil Medvedev í úrslitaleiknum.

Djokovic er sigursælasti keppandinn í sögu mótsins og Medvedev var lítil fyrirstaða. Það var aðeins í fyrsta settinu sem Medvedev sýndi mótstöðu en Djokovic vann það 7-5 eftir upphækkun.

Djokovic vann svo næstu tvö settin örugglega; 6-2 og 6-2, og tryggði sér sigurinn þriðja árið í röð og í níunda sinn alls. Þetta er 18. risatitill Serbans og hafa aðeins Roger Federer og Rafael Nadal unnið fleiri, eða 20 talsins.