Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

95 ára nasista vísað úr Bandaríkjunum

epa09026462 A handout image released on 20 February 2021 showing Friedrich Karl Berger who was removed from the US to Germany following two court rulings for participatting in Nazi-sponsored acts of persecution as a concentration camp guard in Germany, during World War II, in Memphis, Tennessee, USA, 20 February 2021. Berger was ordered to be removed from the US in a court ruling in February 2020 which was upheld by tthe Board of Immigration Appeals in November 2020.  EPA-EFE/US DEPARTMENT OF JUSTICE HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - US DEPARTMENT OF JUSTICE
95 ára karlmaður var sendur frá Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa verið fangavörður í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins vann hann í Neuengamme fangabúðunum árið 1945.

Friedrich Karl Berger játaði að hafa unnið sem fangavörður í nokkrar vikur rétt fyrir stríðslok. Hann hafi þó aldrei átt beinan þátt í ofbeldi eða drápum, að sögn Guardian. Hann viðurkenndi þó að hafa fylgt föngum þegar búðirnar voru rýmdar undir lok stríðsins, en 70 fangar létu lífið á flóttanum. 

Berger hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 1959. Dómari í Tennessee úrskurðaði í febrúar í fyrra að honum yrði vísað úr landi fyrir störf sín í fangabúðunum. Hans bíða ekki málaferli í Þýskalandi, þar sem saksóknarar létu málið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum.