Að meðaltali náðu fjölskyldurnar fjórar sem tóku þátt í Loftslagsdæminu að minnka kolefnissporið um þriðjung á tveggja mánaða tímabili. Markmiðið var að minnka sporið um fjórðung. Fjölskyldurnar fóru ólíkar leiðir að markinu, sumar beittu sér á mörgum sviðum, aðrar einbeittu sér að einhverju einu. Hér má kynna sér spor þeirra fyrir og eftir og aðferðafræðina sem var notuð við útreikningana. Fjölskyldarnar gerðu upp verkefnið í lokaþætti Loftslagsdæmisins.