Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Bandaríkin formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á ný

epa09024608 A handout photo made available by the Munich Security Conference (MSC) shows Special Presidential Envoy for Climate John Kerry (on screen) speaking during the Munich Security Conference 2021 Special Edition, in Munich, Bavaria, Germany, 19 February 2021. Some international decision-makers discuss on international security policy in a live broadcast during the MSC Special Edition. Due to the pandemic, the 57th Munich Security Conference is postponed at a later date in 2021.  EPA-EFE/MUELLER / MSC / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - MUNICH SECURITY CONFERENCE
Bandaríki Norður-Ameríku gerðust í dag formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á nýjaleik, 30 dögum eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf út tilskipun þess efnis. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, tók af þessu tilefni þátt í fjarfundi með Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum nokkurra ríkja í tengslum við öryggisráðstefnuna í München.

Eykur bjartsýni á árangur

Endurkoma Bandaríkjanna og fyrirheit Bidenstjórnarinnar um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum vekja vonir um að aukinn kraftur færist nú í aðgerðir heimsbyggðarinnar allrar gegn loftslagsvánni.

Parísarsamkomulagið miðar að því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og halda þannig hlýnun Jarðar undir tveimur gráðum á Celsius, og undir 1,5 gráðum sé þess nokkur kostur.

Ætla að bæta upp glataðan tíma

Nær 200 ríki hafa undirritað samkomulagið frá samþykkt þess árið 2015. Bandaríkin, í forsetatíð Donalds Trumps, er eina ríkið sem hefur sagt sig frá því, en Trump sagði það of kostnaðarsamt og óhagstætt Bandarísku efnahagslífi.

Á fundinum í dag sagði Kerry Bandaríkjastjórn ætla að reyna að bæta fyrir þann tíma sem fór forgörðum vegna úrsagnar Trump-stjórnarinnar. „Við teljum okkur bera skyldu til að vinna yfirvinnu til að bæta upp mismuninn. Við eigum mikið verk fyrir höndum,“ sagði Kerry.  

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV