Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ríkisstjórn Draghis formlega tekin við völdum á Ítalíu

19.02.2021 - 06:26
epa09022612 Italian Prime Minister, Mario Draghi, at the Chamber of Deputies for a confidence vote on his new government in Rome, Italy, 18 February 2021. The new government faced a vote of confidence in the Senate on 17 February and later another vote in the lower chamber on 18 February. Premier Mario Draghi and his new cabinet were sworn in before President Sergio Mattarella on 13 February 2021. The executive led by the former president of the European Central Bank is a sort of government of national unity assembled to prevent the country having to hold early elections in the middle of the COVID-19 pandemic following the collapse of ex-premier Giuseppe Conte's administration.  EPA-EFE/ROBERTO MONALDO / POOL
 Mynd: EPA-EFE - LAPRESSE POOL
Báðar deildir Ítalíuþings hafa nú lýst trausti á Mario Draghi og ríkisstjórn hans, sem þar með hafa fengið fullt og formlegt umboð til að stjórna landinu. Öldungadeild þingsins samþykkti traustsyfirlýsingu á stjórnina á miðvikudag og í gær samþykkti yfirgnæfandi meirihluti neðri deildarinnar að treysta Draghi fyrir stjórnartaumunum. 535 af 629 þingmönnum sögðu já, en 56 nei.

 

Bræðralag Ítalíu, þjóðernisflokkur yst á hægri væng stjórnmálanna, var eini þungavigtarflokkurinn á þingi sem lagðist alfarið gegn einingarstjórn Draghis.

Þjóðstjórn til að forðast stjórnarkreppu á neyðartímum

Ríkisstjórn Giuseppes Contes og Fimmstjörnuhreyfingarinnar missti meirihluta sinn fyrir skemmstu og Conte mistókst að mynda nýjan meirihluta á þingi í framhaldinu. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, fékk þá Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu og Ítalíu, til að freista þess að mynda þjóðstjórn, eða „einingarstjórn málsmetandi manna," með stuðningi allra flokka. Þannig sagðist hann vilja forða landinu frá kosningum og stjórnarkreppu í miðju neyðarástandi.

Fimmstjörnuhreyfingin á báðum áttum

Forysta Fimmstjörnuhreyfingarinnar var afar mótfallin því til að byrja með, að taka þátt í stjórn undir forystu Draghis, enda andstaða við aðhaldskröfur evrópska seðlabankans undir hans stjórn eitt af helstu stefnumálum hreyfingarinnar. Eftir viðræður við Draghi um helstu áhersluatriði í boðaðri þjóðstjórn snerist forystunni þó hugur og sló til.

Nokkrir þingmenn flokksins voru þó í hópi þeirra 56 sem greiddu atkvæði á móti stjórninni í gær og fimmtán öldungadeildarþingmenn flokksins gerðu það sama á miðvikudag. Þá er töluverð óánægja og ólga meðal kjósenda flokksins vegna þessa viðsnúnings.

Samkvæmt stjórnarsáttmálanum eru aðgerðir til að takast á við heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar kórónaveirufaraldursins efstar á verkefnalista hinnar nýju einingarstjórnar.