Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Medvedev getur unnið sinn fyrsta risatitil á ferlinum

epa09023343 Daniil Medvedev of Russia reacts during his Men's singles semi final match against Stefanos Tsitsipas of Greece at the Australian Open Grand Slam tennis tournament at Melbourne Park in Melbourne, Australia, 19 February 2021.  EPA-EFE/DEAN LEWINS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP

Medvedev getur unnið sinn fyrsta risatitil á ferlinum

19.02.2021 - 11:52
Rússinn Daniil Medvedev er kominn í úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Medvedev hefur því tækifæri á að vinna sinn fyrsta risatitil en það bíður hans erfitt verkefni í úrslitaleiknum þegar hann mætir Serbanum Novak Djokovic.

Novak Djokovic tryggði sig í úrslitaleikinn í gær með sigri á Aslan Karatsev í þremur settum sem hann vann 6-3, 6-4 og 6-2. Medvedev mætti Stefanos Tsistipas frá Grikklandi í undanúrslitum í dag og hafði betur eftir þrjú sett 6-4, 6-2 og 7-5.

Þetta er tuttugasti sigur Rússans í röð en hann hefur aldrei unnið risatitil. Djokovic er einn besti tennismaður síðari ára og hefur unnið 17 risatitla á ferlinum. Medvedev hefur hins vegar verið í miklu stuði undanfarið, en hann hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum gegn Djokovic. 

Þetta er annar úrslitaleikur Medvedev á risamóti en hann tapaði gegn Rafael Nadal í úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu haustið 2019. Djokovic hefur aldrei tapað úrslitaleik á Opna ástralska en hann hefur unnið mótið átta sinnum.

Úrslitaleikurinn fer fram í Melbourne á sunnudag, en á laugardag mætast þær Naomi Osaka frá Japan og Jennifer Brady frá Bandaríkjunum í úrslitum í einliðaleik kvenna.