Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lægð nálgast landið úr suðri

19.02.2021 - 06:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Lægð nálgast nú landið úr suðri. Veðurstofan spáir vaxandi norðaustanátt, 8-15 m/s, og skýjuðu með köflum en þurru að mestu eftir hádegi. Hægari vindur og dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil en í kvöld bætir í vind með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig en hiti 0 til 4 stig syðst.

Á morgun fer lægðin vestur fyrir land og vindur verður sunnanstæður. Gengur í sunnan 5-13 m/s en lengst af norðaustan 10-15 m/s um norðvestanvert landið. Skil fara yfir landið með rigningu eða slyddu en síðdegis léttir til og víða verður orðið bjart undir kvöld. Skilunum fylgir heldur hlýrra loft, 0-6 stig, en aftur kólnar annað kvöld.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV