Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fleiri mega skíða frá og með deginum í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV

Fleiri mega skíða frá og með deginum í dag

19.02.2021 - 09:58
Reglum um sóttvarnaaðgerðir á skíðasvæðum hefur verið breytt og nú mega fleiri vera á skíðasvæðum landsins eða helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Þá er veitingasala heimil á skíðasvæðum. Þetta kemur fram í reglum sem sóttvarnalæknir, Samtök skíðasvæða og Samband íslenskra sveitarfélaga sendu frá sér í morgun.

Lögreglan á Norðurlandi eystra birtir reglurnar á Facebook síðu sinni. Í þeim kemur fram að forráðamenn skíðasvæða mega taka á móti helmingi af reiknaðri hámarksgetu hvers svæðis. Þá verði að vera aukið eftirlit með fjölda á hverju svæði og ef útlit er fyrir að fjöldi sé kominn að hámarki verða umsvifalaust birtar upplýsingar á upplýsingamiðlum skíðasvæðanna og aðgangi að svæðinu lokað tímabundið. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í fjöldanum. Tveggja metra reglan verður áfram í gildi á skíðasvæðum eins og annars staðar. 

Tengdar fréttir

Akureyri

Akureyrarbær semur um kaup á nýju stólalyftunni

Norðurland

Nær uppselt í Hlíðarfjall næstu tvær vikur

Norðurland

„Meiriháttar að vera búnir að koma þessu í gang“