Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Vopnfirðingar ekki lengur á varaafli

18.02.2021 - 07:40
Mynd með færslu
 Mynd: Landsnet - RÚV
Vopnafirðingar þurfa ekki lengur að nota varaafl því viðgerð lauk á Vopnafjarðarlínu í gær. Línan hafði þá verði úti frá því á aðfaranótt sunnudags. Þegar viðgerðarmenn frá Landsneti freistuðu þess að gera við línuna á sunnudag sluppu þeir naumlega frá snjóflóði. Ekki reyndist unnt að komast á Hellisheiði eystri að biluninni fyrr en í gær þegar unnt var að fljúga með viðgerðarmenn í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti gekk vel að gera við línuna og var hún komin í lag um fjögurleytið í gær. Línan er komin í rekstur.