Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Öldungadeild Ítalíuþings samþykkti stjórn Draghis

18.02.2021 - 02:46
epa09020046 Italian Prime Minister Mario Draghi (c), applauded by the ministers after the confidence vote on his new government, in Rome, Italy, 17 February 2021. Mario Draghi, presented his political priorities to the Senate before a vote of confidence on the government formed by the former head of the European Central Bank was held in the upper house of parliament.  EPA-EFE/FABIO FRUSTACI / POOL
Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Marios Draghis fagna eftir að meirihluti öldungadeildarinnar lýsti stuðningi við ríkisstjórnina. Mynd: EPA-EFE - ANSA POOL
Öldungadeild ítalska þingsins lagði í gærkvöld blessun sína yfir þjóðstjórn hins nýja forsætisráðherra Ítalíu, Marios Draghis. Greidd verða atkvæði um traust á ríkisstjórn hans í neðri deild þingsins í dag.

Draghi er fyrrverandi bankastjóri seðlabanka Evrópu og þar áður bankastjóri ítalska seðlabankans. Hann var munstraður til þess af Ítalíuforseta, Sergio Mattarelli, að mynda einskonar konar þjóð- eða einingarstjórn, eftir að ríkisstjórn Giuseppe Conte missti meirihluta sinn á þingi og Conte mistókst hvort tveggja að mynda nýja meirihlutastjórn og afla nægilegs stuðnings við minnihlutastjórn.

Frekar þjóðstjórn en kosningar

Sagðist forsetinn telja "einingarstjórn valinkunnra" áhrifamanna undir forystu Draghis vænlegri kost en að efna til kosninga í því neyðarástandi sem nú ríkir í heilbrigðis- og efnahagsmálum þjóðarinnar.

Ekki tóku allir flokkar jafn vel í þessa tillögu forsetans í fyrstu og raunar útilokaði formaður stærsta flokksins, Fimmstjörnuhreyfingarinnar, að starfa í stjórn undir forsæti hagfræðingsins Draghi. Það breyttist þó eftir að Draghi kynnti hugmyndir sínar og ræddi við forystusveitir allra flokka.