Mynd: RÚV

Tíu gefa kost á sér hjá Framsókn í NV-kjördæmi
17.02.2021 - 14:54
Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst í gær. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Tíu gefa kost á sér og þar af sækjast þrjú eftir fyrsta sætinu; Stefán Vagn Stefánsson í Skagafirði, Guðveig Eyglóardóttir, í Borgarbyggð og Halla Signý Kristjánsdóttir, í Bolungarvík.
Póstkosning Framsóknar í Norðvesturkjördæmi stendur til 13. mars.
- Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, 1. sæti.
- Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð, 1.-2. sæti.
- Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður í Bolungarvík, 1.-2. sæti.
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF, 2. sæti.
- Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, 2.-3. sæti.
- Gunnar Tryggvi Halldórsson, sveitarstjórnarmaður á Blönduósi, 3. sæti.
- Friðrik Már Sigurðsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, 3.-4. sæti.
- Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri frá Flatey, 3.-5. sæti.
- Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi á Sauðárkróki, 5. sæti.
- Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð, 5.-6. sæti.