Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Hefur boðað til annars fundar í tengslum við Laugaland

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti fund á föstudaginn með konum sem hafa lýst ofbeldi sem þær voru beittar á meðferðarheimilinu Laugalandi. Annar fundur verður boðaður í þessari viku, samkvæmt upplýsingum úr félagsmálaráðuneytinu, þótt enn sé óljóst hvaða dag. Í framhaldi af þeim fundi verður tekin ákvörðun um það hvort starfsemin á Laugalandi verði rannsökuð.

Sex konur stigu fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar og lýstu því að þær hefðu búið við harðræði og ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt, af hálfu forstöðumanns Laugalands á árabilinu 1997 til 2007. Forstöðumaðurinn hafnar ásökununum.

Stundin greindi svo frá því að ell­efu nafn­greind­ar kon­ur, sem orðið hefðu fyrir ofbeldi á Laugalandi, hefðu skrif­að Ásmundi Ein­ari Daða­syni fé­lags­mála­ráð­herra bréf þar sem þær fóru fram á rann­sókn á starf­sem­inni á Laugalandi. Í kjölfarið hittu þær ráðherrann og nú er í skoðun innan ráðuneytisins hvers kyns rannsókn yrði gerð ef til kæmi.