Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Flogið með Vopnafjarðarlínuviðgerðamenn í þyrlu

17.02.2021 - 11:58
Mynd með færslu
 Mynd: Jennifer Boyer - Flickr
Flogið verður með viðgerðarmenn í þyrlu á Hellisheiði eystri í dag svo unnt verði að gera við bilun í Vopnafjarðarlínu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti ætti rafmagn að vera komið á að nýju um sexleytið í kvöld. Vopnafjörður hefur verið knúinn með varaafli frá því aðfaranótt sunnudags þegar bilun kom upp í tengilínu.

Þegar línumenn freistuðu þess að gera við línuna á sunnudag sluppu þeir naumlega frá snjóflóði. Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri á Vopnafirði, segir að sex megawatta varaaflsstöð anni öllum Vopnafirði, uppsjávarvinnslu og bræðslu. Ekki hafi þurft að skammta varaaflið.