
Eiginkona Kims Jong-un sést í fyrsta sinn í heilt ár
Í frétt BBC er haft eftir leyniþjónustunni í Suður-Kóreu að Ri Sol-ju hafi forðast að koma fram opinberlega þar sem hún hefði áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum. Hún hafi því kosið að verja tíma með börnum sínum. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa þó haldið því fram að enginn hafi smitast af veirunni í landinu en þær fullyrðingar eru dregnar í efa.
Á myndum sjást hjónin sitja saman og hlæja. Þá virðast öll sæti full í salnum og enginn er með grímu.
Eins og alkunna er berast litlar upplýsingar frá einræðisríkinu Norður-Kóreu. Þannig er ekki vitað hvenær Ri Sol-ju giftist Kim Jong-un sig en talið er að það hafi verið 2009 og að hjónabandið hafi verið ákveðið í flýti eftir að Kim Jong-il, faðir Kims Jong-un og þáverandi leiðtogi Norður-Kóreu, fékk heilablóðfall. Þau eru talin eiga þrjú börn saman.