Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Snarpur jarðskjálfti í Vanúatú

16.02.2021 - 06:12
File:Central Port Vila, Vanuatu, 29 Nov. 2006 - Flickr - PhillipC.jpg
 Mynd: Phillip Capper - Vikipedia
Snarpur jarðskjálfti af stærðinni 6,2 skók Port Vila, höfuðborg Kyrrahafseyríkisins Vanúatú, í morgun. Yfirvöld segja upptök skjálftans hafa orðið um 90 kílómetrum vestur af borginni á aðeins tíu kílómetra dýpi.

Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út vegna skjálftans. Tveir sterkir eftirskjálftar mældust skömmu síðar, annar af stærðinni 5,5 og hinn var 5,7 að stærð. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum. 

Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 varð á svipuðum slóðum í síðustu viku. Lítil flóðbylgja fylgdi honum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV