Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Zuma á fangelsisvist yfir höfði sér

15.02.2021 - 17:56
epa09014080 (FILE) - Former South African President Jacob Zuma during the third day of testimony at the Commission of Inquiry into Allegations of State Capture, Johannesburg, South Africa, 17 July 2019. (Re-issued 15 January 2021).   Former State President Jacob Zuma was due to appear in front of the commission on 15 January but refused to appear. The commission is to inquire, investigate and make recommendations into any and all allegations of state capture, corruption and fraud in the public sector with note to the Gupta brothers, former president Jacob Zuma and his son, Duduzane Zuma.  EPA-EFE/KIM LUDBROOK/POOL / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, á á hættu að verða fangelsaður fyrir að hafa ekki mætt til yfirheyrslu í dag. Hann þarf að svara til saka fyrir ýmis spillingarmál á níu ára valdatíma sínum.

Stjórnlagadómstóllinn Suður-Afríku kvað upp þann úrskurð í síðasta mánuði að forsetanum fyrrverandi bæri að mæta fyrir dóm og svara til saka fyrir spillingarmál sem á hann eru borin. Samkvæmt úrskurðinum á hann að koma fyrir rétt í þessari viku.

Raymond Zondo dómari boðaði Zuma til yfirheyrslu í dag, en hann lét ekki sjá sig. Lögmenn hans tilkynntu réttinum að hann ætlaði ekki að mæta þrátt fyrir fyrirmæli stjórnlagadómstólsins. 

Jacob Zuma hefur krafist þess að Raymond Zondo segi sig frá málinu þar sem hann gruni dómarann um hlutdrægni. Einnig segir hann að ásakanirnar um spillingu eigi ekki við rök að styðjast. Þær séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.

Fjölmiðlar í Suður-Afríku segja að þolinmæði dómarans sé á þrotum. Hann ætli því að að leita til stjórnlagadómstólsins á ný og krefjast þess að Jacob Zuma verði fangelsaður fyrir beina óvirðingu við réttinn. 

Zuma gegndi forsetaembættinu í Suður-Afríku um níu ára skeið. Hann varð að segja af sér fyrir þremur árum vegna sívaxandi ásakana um spillingu.