
Vill flýtimeðferð fyrir ísraelskt nefsprey gegn COVID
Nadir Arber, vísindamaðurinn á bak við nefspreyið, segir að það hafi verið prófað á aðeins 30 sjúklingum með mild upp í alvarleg einkenni af COVID-19 og að 29 þeirra hafi útskrifast af spítala þremur til fimm dögum seinna. Það er ekki búið að birta niðurstöður rannsókna á spreyinu í vísindatímaritum. Það stöðvaði ekki Netanyahu í að lofsama lyfið.
Bolsonaru er harður andstæðingur útgöngubanns og hefur talað sérstaklega fyrir óhefðbundnari valkostum við að leita lækninga við COVID-19. Hann smitaðist sjálfur af veirunni í júlí í fyrra og tók þá inn malaríulyfið hydroxychloroquine þrátt fyrir að sannað sé lyfið virki ekki gegn COVID-19.
„Spreyið er með næstum því 100% virkni, tísti forsetinn í dag eftir að hafa rætt við Netanyahu tveimur dögum fyrr en Netanyahu hefur lýst Bolsonaro sem „góðum vin“. „Mun leggja fram beiðni til þess að skoða að nota lyfið í neyð fljótlega.“