Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vill flýtimeðferð fyrir ísraelskt nefsprey gegn COVID

15.02.2021 - 17:08
Brazilian President Jair Bolsonaro poses for photos with the mascot Ze Gotinha, a traditional character in Brazil created to raise awareness about vaccines, during the launch of the National Vaccination Plan against covid-19, at the Planalto Palace in Brasilia, Brazil, 16 December 2020. The Brazilian Government presented the master lines of its future vaccination plan against covid-19, which plans to immunize 210 million inhabitants in about 16 months, but has not yet set a start date for the process. According to the Ministry of Health, to establish the day on which the first of the five planned vaccination phases will begin, one must wait for an antidote to be approved and registered by the National Health Surveillance Agency (Anvisa), which could occur for next February. EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: Joedson Alves - EPA
Jair Bolsonaro, Brasilíuforseti ætlar að fara fram á flýtimeðferð til þess að samþykkja nefsprey gegn COVID-19 sjúkdómnum. Nefspreyið, EXO-CD24, er framleitt í Ísrael og hefur forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, lýst því sem „kraftaverkalyfi“, samkvæmt fréttastofu AFP.

Nadir Arber, vísindamaðurinn á bak við nefspreyið, segir að það hafi verið prófað á aðeins 30 sjúklingum með mild upp í alvarleg einkenni af COVID-19 og að 29 þeirra hafi útskrifast af spítala þremur til fimm dögum seinna.  Það er ekki búið að birta niðurstöður rannsókna á spreyinu í vísindatímaritum. Það stöðvaði ekki Netanyahu í að lofsama lyfið.

Bolsonaru er harður andstæðingur útgöngubanns og hefur talað sérstaklega fyrir óhefðbundnari valkostum við að leita lækninga við COVID-19. Hann smitaðist sjálfur af veirunni í júlí í fyrra og tók þá inn malaríulyfið hydroxychloroquine þrátt fyrir að sannað sé lyfið virki ekki gegn COVID-19.

„Spreyið er með næstum því 100% virkni, tísti forsetinn í dag eftir að hafa rætt við Netanyahu tveimur dögum fyrr en Netanyahu hefur lýst Bolsonaro sem „góðum vin“. „Mun leggja fram beiðni til þess að skoða að nota lyfið í neyð fljótlega.“