Annar perúskur ráðherra sagði af sér í síðustu viku, þegar upp komst um misferli tengt bólusetningum við veirunni. Pilar Mazzetti heilbrigðisráðherra hætti eftir að þarlent dagblað skýrði frá því að Martin Vizcarra, fyrrverandi forseti, hefði verið bólusettur með lyfi frá kínverska fyrirtækinu Sinopharm í október. Opinber rannsókn er hafin á tildrögum þess að hann og fleiri hátt settir embættismenn voru bólusettir á undan fólki í áhættuhópum.