Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Var bólusett - varð að segja af sér

epa09013793 (FILE) - A handout photo made available by the Presidency of Peru shows Esther Astete, new Minister of Foreign Affairs, in Lima, Peru, 18 November 2020 (reissued 15 February 2021). Astete in a statement said she resigned after having been vaccinated early against COVID-19.  EPA-EFE/Presidency of Peru HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Forsetaskrifstofa Perú
Elizabeth Astete, utanríkisráðherra Perú , sagði af sér í gær eftir að upp komst að hún hefði verið bólusett fyrir kórónuveirunni á undan fólki í áhættuhópum. Hún sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök.
Annar perúskur ráðherra sagði af sér í síðustu viku, þegar upp komst um misferli tengt bólusetningum við veirunni. Pilar Mazzetti heilbrigðisráðherra hætti eftir að þarlent dagblað skýrði frá því að Martin Vizcarra, fyrrverandi forseti, hefði verið bólusettur með lyfi frá kínverska fyrirtækinu Sinopharm í október. Opinber rannsókn er hafin á tildrögum þess að hann og fleiri hátt settir embættismenn voru bólusettir á undan fólki í áhættuhópum. 
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV