Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Þjóðvegur 1 lokaður vegna háspennulínu sem þverar veg

15.02.2021 - 07:03
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hringvegur eitt milli Miðfjarðar og Víðidals er lokaður austan við Línakradal vegna háspennulínu sem þverar veginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Hjáleið er um Síðuveg og Vatnsnesveg sem ekki er ætluð farartækjum með meiri ásþunga en 3,5 tonn. .

Staðfest er að línan fyrir Fitjardal er óvirk og er rafmagnslaust þar. Nú er viðgerðarflokkur á vegum Rarik á leiðinni. Ekki er vitað hvað olli því að línan gaf sig en nánari upplýsingar liggja fyrir þegar viðgerðarmennirnir komast á staðinn. 

Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að aurskriða tók út eina stæðu úr Hólalínu 1 í nótt á milli Teigahorns og Hóla. Ekkert rafmagnsleysi fylgdi í kjölfarið en línan er enn úti. Þetta verður skoðað betur núna í birtingu.

Fréttin var uppfærð klukkan 7:57

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV