Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Minntust myrtra og horfinna frumbyggjakvenna

epa07285166 A Canadian flag flies at the Canadian embassy in Beijing, China, 15 January 2019. A Chinese court issued a death sentence to Robert Lloyd Schellenberg of Canada for drug smuggling. On 14 January 2019, following an appeal, a high court in Dalian city changed the man's previous 15 years in prison sentence for drug smuggling and sentenced him to death, saying his previous sentence was too lenient, according to media reports. The ruling comes during a diplomatic row between Canada and China after Canadian authorities arrested Meng Wanzhou, an executive for Chinese telecommunications firm Huawei, at the request of the USA.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: epa
Rúmlega hundrað manns gengu fylktu liði í gegnum miðbæ Vancouver í Canada í gær til þess að minnast kvenna og stúlkna úr röðum frumbyggja sem hafa verið myrtar eða horfið. Þetta var þrítugasta árið í röð sem slíka ganga er gengin í borginni. 

Í yfirlýsingu skipuleggjenda kemur fram að fyrsta gangan hafi verið skipulögð vegna morðs á konu á Powell-stræti í Vancouver. Út frá vonleysinu og reiðinni sem fylgdi þeirri göngu varð til árlegur viðburður á Valentínusardag þar sem horfinna og myrtra kvenna er minnst.

Mörg hundruð óupplýst mál

Áratugum saman hafa kanadískir frumbyggjar lýst áhyggjum sínum af óvenjulega hárri tíðni ofbeldis í garð kvenna, stúlkna og annarra í samfélögum þeirra, og aðgerðarleysi yfirvalda í málum þeirra. Samtök kvenna úr röðum frumbyggja í Kanada, NWAC, tóku saman nærri 600 mál árið 2010 þar sem frumbyggjakonur höfðu verið myrtar eða þær horfið. Árið 2014 gaf kanadíska riddaralögreglan svo úr skýrslu um nærri 1.200 mál stúlkna og kvenna úr röðum frumbyggja sem höfðu verið myrtar eða horfið frá árinu 1980 til 2012. Talið er að málin séu jafnvel mun fleiri.

Kanadísk stjórnvöld skipuðu rannsóknarnefnd vegna málanna árið 2016. Í lokaskýrslu hennar árið 2019 var greint frá því að ofbeldið beinist sérstaklega gegn konum, stúlkum og hinsegin-samfélagi frumbyggja. Nefndin sagði þetta „þjóðarmorð hafa fengið að viðgangast í kerfi nýlendustefnunnar," og hafa leitt til enn frekara ofbeldis, dauða og sjálfsvíga meðal frumbyggja Kanada.
Stjórnvöld í Kanada lofa bót og betrun, en að sögn Al Jazeera gagnrýna málsvarar og þjóðfélagshópar frumbyggja þau fyrir seinagang. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV