Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Aurskriða féll á íbúðarhús í Indónesíu

15.02.2021 - 07:59
Erlent · Asía · Indónesía · Veður
epa09013504 A handout photo made available by the National Search and Rescue Agency of Indonesia (BASARNAS) shows the aftermath of a landslide in Nganjuk, East Java, Indonesia, 15 February 2021. At least two people were killed and 16 went missing in the landslide triggered by torrential rain.  EPA-EFE/BASARNAS/ HANDOUT HANDOUT, EDITORIAL USE ONLY, NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Basarnas
Fjórir hafa fundist látnir og fjórtán er saknað eftir að aurskriða hreif með sér nokkur íbúðarhús á austurhluta Jövu í Indónesíu. Björgunarsveitum hefur tekist að bjarga þremur.

Úrhellisrigning olli skriðunni. Hundruð íbúa á svæðinu hafa flúið þar sem hætta er á fleiri skriðum. Átta íbúðarhús eru mikið skemmd. Það eykur enn á hættuna að ár á svæðinu flæða yfir bakka sína vegna rigningarinnar.

Flóð eru tíð í Indónesíu um þetta leyti árs. Í síðasta mánuði lést 21 og yfir sextíu þúsund voru flutt að heiman vegna gríðarlegra flóða annars staðar í landinu.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV