Snjóflóð féll á Siglufjarðarveg

14.02.2021 - 10:22
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Siglufjarðarvegur er lokaður frá Ketilási að Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll milli Strákaganga og Siglufjarðar. Óvissustig er í gildi í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.

Vetrarfærð er um norðanvert landið, einkum á fjallvegum. Ófært er á Víkurskarði. Snjóþekja eða hálka er á fjallvegum á Norðurlandi og inn til landsins á Norðausturlandi, þar er einnig skafrenningur.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV