Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Kórónuveiran jafnvel komin til sögunnar í október 2019

epa09000806 Members of the World Health Organization (WHO) team tasked with investigating the origins of the coronavirus disease (COVID-19) in Wuhan, leave the Hilton hotel headed to the airport in Wuhan, China, 10 February 2021. The international expert team from the World Health Organization (WHO) investigated the origin of COVID-19 during the previous weeks, and is set to leave China today.  EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem voru sendir til Kína til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins, telja að útbreiðsla farsóttarinnar kunni að hafa verið mun meiri í Wuhan í desember 2019 en áður var talið.

CNN hefur það eftir Peter Ben Embarek, sem fer fyrir hópnum og er nýkominn frá Kína til Sviss, að merki séu um að veiran hafi þegar breiðst víða um Wuhan áður en fyrsta smitið greindist, jafnvel í tvo mánuði, og að fjöldi ólíkra afbrigða veirunnar hafi þá þegar skotið upp kollinum. 

Nú þegar hafa verið gerðar mótefnamælingar á 67 Wuhan-búum sem talið er að hafi hugsanlega sýkst af COVID-19 í október og nóvember. Engir þeirra greindust með mótefni en Embarek segir að sýnin verði rannsökuð betur, enda liggi ekki fyrir hvort mótefni við COVID-19 mælist rúmu ári eftir sýkingu. Hann segir þó að ekkert bendi til þess að hópsýkingar hafi komið upp í október eða nóvember. Sérfræðingahópurinn hefur nú farið fram á það við kínversk yfirvöld að fá aðgang að hundruðum þúsunda blóðprufa úr blóðbönkum í Wuhan, tvö ár aftur í tímann.