Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Harry og Meghan eiga von á öðru barni

14.02.2021 - 19:50
Mynd með færslu
 Mynd: Misan Harriman - BBC
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á barni. Hjónin eignuðust soninn Archie Harrison Mountbatten-Windsor þann 6. maí 2019 og talsmaður þeirra staðfesti við SkyNews í kvöld að þau væru himinlifandi yfir því að hann yrði brátt stóri bróðir.

Hjónin birtu í kvöld myndina sem fylgir fréttinni. 

Í nóvember skrifaði Meghan grein í New York Times þar sem hún greindi frá því að hún hefði misst fóstur í júlí. Hún sagði þau hjónin hafa upplifað óbærilega sorg í tengslum við fósturmissinn. 

Harry og Meghan tilkynntu fyrir rúmu ári að þau myndu láta af öllum konunglegum skyldum sínum. Þau misstu aðalstitlana og eru nú búsett í Montecito í Kaliforníu.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir