Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hætt við að bílar frjósi fastir við götur í Ósló

14.02.2021 - 14:02
Erlent · Noregur · Ósló · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: FREDRIK HAGEN - NRK
Mikill vatnsflaumur rennur eftir götum miðborgar Óslóar eftir að stórar kaldavatnslagnir fóru snemma í morgun. Slökkvilið borgarinnar vinnur að því að dæla vatni upp úr kjöllurum og vatnsveitan reynir að stöðva lekann. Mörg heimili í miðborginni eru án vatns. 

Vegna mikils frosts er varað við hálku á svæðinu og að minnsta kosti tveimur götum hefur verið lokað, Maridalsveien og Sagveien, af hættu við að bílar frjósi fastir við götur. Þá biður lögreglan fólk um að færa bíla sem hefur verið lagt við göturnar. 

Mynd með færslu
 Mynd: FREDRIK HAGEN - NRK
NRK / Fredrik Hagen
Mynd með færslu
 Mynd: FREDRIK HAGEN - NRK
NRK / Fredrik Hagen

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV