Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ekki ástæða til aðgerða fyrir austan eins og staðan er

14.02.2021 - 16:43
Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir - RÚV
Ekki er talin ástæða til að grípa til aðgerða á Austurlandi vegna rigningarveðurs og ofanflóðahættu, að svo stöddu. Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands héldu fund í dag þar sem þeir fjölluðu um stöðu mála fyrir austan.

Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt. Rigning verður í byggð og hún nær líklega upp á fjallatoppa. Áfram verður fylgst vel með aðstæðum fyrir austan. Sérfræðingar á ofanflóðavakt hyggjast fara yfir gögn á fundi klukkan sex og meta stöðuna á ný.

Veðurstofan lýsti í gær yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi vegna mikillar rigningarspár í dag og fram á nótt. Spáð var uppsafnaðri úrkomu á bilinu 100 til 200 millímetra meðan á því stæði. Þar sem talsverður snjór er sums staðar í fjöllum var staðan metin svo að vot snjóflóð gætu fallið og jafnvel krapaflóð eða skriður. Mesta úrkoman á landinu er í Bakkagerði, 59 millímetrar, á Kvískerjum 54 millímetrar og Fáskrúðsfirði þar sem hún mælist 48 millímetrar