Það var David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, sem fékk sér Larry eftir að vart hafði verið við rottur í kjallara Downingstætis 10.
Síðan þá hefur Larry staðið þar vaktina, í heil tíu ár á mánudaginn kemur. Rottur, mýs og jafnvel dúfur eru ekki óhultar á yfirráðasvæði Larry.
Þá var honum ekki sérlega vel tekið, Palmerston, sérlegum músaveiðara utanríkisráðuneytis Bretlands, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Eftir niðurstöðu Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar ákvað höfundur hennar, David Cameron, að eftirláta öðrum Downingstrætið. Sviptingar í stjórnmálum virðast hins vegar hafa lítil áhrif á Larry sem sat þar sem fastast og hefur nú staðið sína pligt í áratug á vakt þriggja forsætisráðherra.
Larry fer heldur ekki í manngreiningarálit og lætur sér alla jafna fátt um finnast þó tignir gestir sprangi um Downingstrætið.