Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Köttur þriggja forsætisráðherra

13.02.2021 - 19:27
Mynd: BBC / BBC
Mánudagurinn markar tíu ára starfsafmæli eins þekktasta kattar veraldar. Kötturinn Larry hefur veitt mýs og rottur á skrifstofu forsætisráðherra Bretlands í áratug.

Það var David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, sem fékk sér Larry eftir að vart hafði verið við rottur í kjallara Downingstætis 10. 

Síðan þá hefur Larry staðið þar vaktina, í heil tíu ár á mánudaginn kemur. Rottur, mýs og jafnvel dúfur eru ekki óhultar á yfirráðasvæði Larry.

Þá var honum ekki sérlega vel tekið, Palmerston, sérlegum músaveiðara utanríkisráðuneytis Bretlands, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. 

Eftir niðurstöðu Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar ákvað höfundur hennar, David Cameron, að eftirláta öðrum Downingstrætið. Sviptingar í stjórnmálum virðast hins vegar hafa lítil áhrif á Larry sem sat þar sem fastast og hefur nú staðið sína pligt í áratug á vakt þriggja forsætisráðherra. 

Larry fer heldur ekki í manngreiningarálit og lætur sér alla jafna fátt um finnast þó tignir gestir sprangi um Downingstrætið. 

epa04739941 British Prime Minister David Cameron's cat, Chief Mouser to the Cabinet Office, Larry, sits on the doorstep of The British Prime Minister's London residence, at 10 Downing Street in central London, England, 09 May 2015. The resident
 Mynd: EPA
Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV