Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Endurtalið víða í Ekvador

13.02.2021 - 08:03
epa09007522 Presidential candidate Yaku Perez (C) arrives to meet with candidate Guillermo Lasso, at the National Electoral Council, in Quito, Ecuador, 12 February 2021. Guillermo Lasso accepted the request of his competitor candidate Yaku Perez to carry out a new scrutiny of the last 07 February elections within the 'framework of the law' in order to make democracy transparent.  EPA-EFE/Jose Jacome
Yaku Perez heilsar stuðningsmönnum sínum. Mynd: EPA-EFE - EFE
Kjörstjórn í Ekvador samþykkti í gær kröfu tveggja frambjóðenda í forsetakosningum landsins um endurtalningu stórs hluta atkvæða. Mjög litlu munar á þeim Yaku Perez, frambjóðanda bandalags frumbyggjaþjóða, og Guillermo Lasso, frambjóðanda hægrimanna. Þeir berjast um að komast í seinni umferð kosninganna gegn Andres Arauz, lærisveini fyrrverandi forsetans Rafael Correa.

Öll atkvæði verða talin aftur í Guayas-héraði, því fjölmennasta í landinu. Í 16 héruðum til viðbótar verður helmingur atkvæða endurtalin, að sögn AFP fréttastofunnar. Þegar búið var að telja 99,99 prósent atkvæða hafði Perez hlotið 19,38 prósent en Lasso 19,74. Arauz er talsvert á undan þeim, með rétt tæpan þriðjung atkvæða, en það dugar þó ekki til sigurs.

Perez, sem er umhverfislögfræðingur, telur maðk í mysu fyrri umferðar kosninganna. Hann segir endurtalningu veita aukið gagnsæi og koma í veg fyrir kosningasvindl. Reynist Perez með fleiri atkvæði en Lasso verður hann fyrsti frumbygginn til að taka þátt í seinni umferð forsetakosninga í Ekvador.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV