Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ekkert smit innanlands

13.02.2021 - 10:51
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands í sýnatökum í gær. Eitt smit greindist á landamærunum en ekki er vitað hvort það er virkt smit eða gamalt. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar til að fá skorið úr því.

Átta smit hafa greinst innanlands það sem af er febrúarmánuði. Þar af greindust fjögur í fyrradag, þau tengdust öll komu einstaklings frá útlöndum. Fjórtán virk smit hafa greinst á landamærunum frá mánaðamótum. Þetta jafngildir því að tvö smit greinist innanlands á hverjum þremur dögum en rúmlega eitt á dag á landamærunum.

Dæmi eru um að fólk ákveði að fara í sóttkví með fólki sér nákomnu þegar það kemur frá útlöndum frekar en að ferðamaðurinn fari í einangrun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í fréttum RÚV í gær að það væri ekki góð lausn fyrir neinn. Hættan væri sú að sá sem kæmi frá útlöndum væri smitaður og smitaði þau sem færu með sér í sóttkví. Þá breyttist fimm daga sóttkví í tveggja vikna einangrun frá því að smit greindist auk smithættu fyrir aðra.