
Á leið til Íslands í bága við löndunarreglur
Grænlenska sjávarútvegsráðuneytið áminnti fyrirtækið í janúar um að það þyrfti að færa helming leyfilegs afla til löndunar í Grænlandi áður en landað yrði í öðrum löndum.
Samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq lagði Arctic Prime Fisheries fram kvörtun yfir þessu en ráðuneytið hefur ekki tekið tillit til þess. Segir að skipið sé nú þegar á leið eða komið til Íslands. Jørgen Isak Olsen, hjá grænlenska sjávarútvegsráðneytinu, segist hafa varað fyrirtækið við þeim afleiðingum sem hljótast af því að landa á Íslandi.
Brim á 16,5 prósent hlut í félaginu. Fyrirtækið er með kvóta í þorski, makríl, síld auk karfa og grálúðu. Alls eru aflaheimildir félagsins 10.000 tonn af botnfiski en 18.000 tonn uppsjávarfiskjar. Veiðarnar fara aðallega fram á Grænlandssundi og suður af Grænlandi.