Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ísland enn með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Ísland er enn það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja hundrað þúsund íbúa.

Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins. Samkvæmt tölum Sóttvarnarstofnunar Evrópu frá í síðustu viku er nýgengi smita á Íslandi 8,4 en tölur á covid.is frá í gær sýna að nýgengi innanlands er1,4 og 5,5.

Mjög ákvæð þróun er á faraldrinum í Noregi en langflest smit eru í Portúgal, Tékklandi og á Spáni. Bretland er ekki talið með í upplýsingum Sóttvarnarstofnunarinnar.

Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar voru flest smit í Evrópu í Frakklandi, Bretlandi og Rússlandi í gær. Það eru þó ekki hlutfallstölur á hverja 100 þúsund íbúa.