
Græn borg: Miklabraut og Sæbraut í stokk
Borgin hyggst verja um 2,7 milljörðum til uppbyggingar samgönguinnviða á þessu ári, þar af 600 milljónum til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga.
Dagur segir miklar breytingar framundan með borgarlínu. „Við munum líka sjá ótrúlega jákvæða umbreytingu borgarinnar með að Miklabraut og Sæbraut fari í stokk. Það verður rólegri umferð á yfirborði með borgarlínu, hjólastígum og mannvænna umhverfi“.
Í máli Davíðs Þorlákssonar framkvæmdastjóra Betri samgangna, opinbers hlutafélags ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, kom fram að markmið félagsins sé að greiða samgöngur og auka umferðaröryggi.
Á næstu árum er ætlað að verja 49,6 milljörðum til inniviða Borgarlínu en jafnframt verði hafist handa við lagningu hjóla- og göngustíga. Jafnframt verða Davíð útilokaði ekki að tekin yrðu upp flýti- og umferðargjöld í framtíðinni. Kostnaður undirbúnings borgarlínu er 1100 milljónir á þessu ári.
750 milljónum verður varið í lagningu hjóla- og göngustíga. Jafnframt er horft til eflingar öryggis- og umferðaflæðis í borginni. Hann gerir ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við Borgarlínu á næsta ári.
Þó er tekið að gera ráð fyrir henni, til að mynda við Landspítala og Hlíðarenda. „En við erum kannski að sjá fyrir okkur að fyrstu vagnarnir geti byrjað að aka um mitt ár 2025“, segir Davíð Þorláksson.