Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Þorbjörg og Hanna Katrín vilja leiða Reykjavíkurlistana

11.02.2021 - 14:29
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson
 Mynd: RÚV - Samsett mynd
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður sækist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningar í haust. Þorbjörg Sigríður tók sæti sem aðalmaður á Alþingi í apríl í fyrra þegar Þorsteinn Víglundsson, þáverandi varaformaður Viðreisnar, sagði af sér þingmennsku.

Þá ætlar Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar að sækjast áfram eftir fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, en hún hefur setið á Alþingi fyrir Viðreisn síðan 2016.