Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Sagði kannabisreykingar gera líf sitt „bærilegra“

11.02.2021 - 11:54
epa08153011 High Season's Carlos Rios shows the company's new cannabis buds 'Blue Gummies' during the WEEDCon 2020 in Los Angeles, California, USA, 22 January 2020. The 2020 WEEDCon runs on 22 and 23 January.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: epa
Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka nokkrum sinnum undir áhrifum kannabisefna og fyrir að að hafa ræktað kannabisplöntur en þó eingöngu til einkanota. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann sæi sér ekki annað fært en að neyta kannabisefna af heilsufarsástæðum. Þetta væri ekki spurning um vímu heldur líkamlega slökun.

Maðurinn kom fyrr dóminn og sagði að ef hann neytti ekki þessara efna væri hann haldinn miklum kvölum og hefði mjög takmarkaða líkamlega getu. 

Kannabisefnin læknuðu hann ekki en gerðu líf hans bærilegra.  Hann kannaðist við að hafa ræktað kannabis en það hefði eingöngu verið til einkanota en ekki til að selja eða dreifa.

Geðlæknir mannsins kom fyrir dóminn og sagði greinilegt að kannabis væri að gera líf skjólstæðings hans bærilegt.  Hann benti á að rannsóknir hefðu sýnt fram á gagnsemi kannabis við geðrænum vandamálum en þau gætu líka valdið slíkum vandamálum. Maðurinn hefði verið mjög veikur með mikla verki en blómstraði nú og stæði sig vel félagslega.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV