Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Leyndardómsfull málmsúla birtist og hvarf í Tyrklandi

11.02.2021 - 11:59
Turkish police officers guard a monolith, found on an open field near Sanliurfa, southeastern Turkey, Sunday, Feb. 7, 2021. The metal block was found by a farmer Friday in Sanliurfa province with old Turkic script that reads "Look at the sky, see the moon." The monolith that mysteriously appeared and disappeared on a field in southeast Turkey has turned out to be a publicity gimmick ahead of a government event during which Turkish President Recep Tayyip Erdogan announced a space program for the country. (Bekir Seyhanli/IHA via AP)
 Mynd: AP
Þriggja metra há málmsúla sem birtist með óútskýrðum hætti á akri í Şanlıurfa-sýslu í suðuausturhluta Tyrklands á föstudaginn er nú horfin. Tyrkneska fréttastofan Anadolu hefur eftir Fuat Demirdil, eiganda akursins, að hann hafi verið furðu lostinn yfir atburðunum öllum.

„Ég hef ekki hugmynd um hvort súlan var skilin eftir þarna sem einhvers konar auglýsing,“ hefur fréttastofan eftir honum. Annar íbúi á svæðinu segir súluna hafa staðið á akrinum á mánudagskvöld en morguninn eftir hafi hún verið horfin.

Greint frá hvarfi súlunnar á þriðjudag en hún bar forn-tyrkíska áletrun þar sem sagði „Horfðu til himins og þú munt augum líta tunglið“. Tyrkísk tungumál eru talin um 35 talsins og móðurmál um 170 milljóna, algengust er tyrkneska.

Yfirvöld í Tyrklandi segjast ekki hafa fjarlægt súluna en rannsóknarmenn höfðu horft á upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem mögulega hefðu getað varpað ljósi á hvernig henni var komið fyrir.

Svipaðar súlur hafa birst og horfið víðsvegar um heim undanfarna mánuði. Akurinn þar sem súlan birtist er nærri fornleifasvæðinu Göbekli Tepe sem er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Þar er einmitt að finna súlur eða einsteinunga sem talið er að séu frá tíunda árþúsundinu fyrir Krist. Það er þúsundum ára fyrr en talið er að Stonehenge á Englandi hafi verið reist.