Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Hundrað bíla árekstur í Texas

11.02.2021 - 17:38
epa09004575 A handout photo made available by the Fort Worth Fire Department showing the scene of a multiple vehicle accident involving some 70 vehicles and at least three fatalities according to police statements on Interstate 35 in Fort Worth, Texas, USA, 11 February 2021.  EPA-EFE/FORT WORTH FIRE DEPARTMENT HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - @FORTWORTHFIRE
Að minnsta kosti fimm létust þegar á annað hundrað bílar lentu í árekstri 35W þjóðveginum í norðurhluta Texas klukkan hálf sjö í morgun að staðartíma. Akstursskilyrði voru erfið að sögn lögreglunnar eftir frostrigningu og slyddu um nóttina.

Nokkuð var um að fólk sæti fast í bílum sínum. Þrjátíu og sex voru fluttir á sjúkrahús, nokkrir alvarlega slasaðir. Þá þurfti að aðstoða aðra sem höfðu ofkælst. Allar akreinar þjóðvegarins lokuðust í báðar áttir vegna slyssins. Haft er eftir stjórnendum á vettvangi að það taki langan tíma að flytja alla bílana af veginum. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV