Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Viðreisn ætlar að stilla upp í Norðvesturkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Stillt verður upp á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Þetta er fimmta kjördæmið þar sem ákveðið er að raða á lista Viðreisnar með þessum hætti, en ákvörðun um aðferð hefur ekki verið tekin í Norðausturkjördæmi.

 

Í tilkynningu frá Viðreisn segir að uppstillinganefnd hafi þegar verið skipuð og er vinna hennar að hefjast.

Þar segir að hvert landshlutaráð fyrir sig taki ákvörðun um hvaða aðferð er beitt við skipan framboðslista, í samræmi við samþykktir Viðreisnar. Verði uppstilling fyrir valinu skal landshlutaráð skipa uppstillingarnefnd sem starfar samkvæmt reglum sem stjórn Viðreisnar setur.

Framboðslistar verða bornir undir landshlutaráð og stjórn Viðreisnar til samþykktar.  Á næstu dögum verður auglýst eftir fólki til að taka sæti á listum Viðreisnar.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir